Umsögn kennara

Dalmar Ingi þú ert samviskusamur,  jákvæður og góður og hefur þægilega nærveru.

Helga

tyrkjaránsleikritið

Að setja upp leikrit útfrá náminu hjálpar manni mjög mikið að læra betur og muna nöfn og margt annað.

Ég tel mig hafa lært mikið meira út frá þessu.

Það leiðinlega í þessu er að maður þarf að læra setningar og svoleiðis en það er allt í lagi.

 


Gæluverkefnið

Gæluverkefnið var heimalærdómur sem við áttum að velja okkar áhugamál eða bara allt sem við vildum gera um. Þetta var mjög frjálslegt og mátti seta þetta upp eins og við vildum. Við fengum fjórar vikur til að gera þetta og þegar við myndum skila þessu áttum við að kynna þetta. Ég valdi að gera um Hljómsveitir og tónlistarmenn og setti það þannig upp að ég notaði tvö stór plaggöt og bjó til bók úr þeim síðan skrifaði ég uppköst um hljómsveitirnar og söngvarana. Síðan hreinskrifaði ég það og prentaði út myndir og límdi og skrifaði textann inn í bókina. Síðan þegar það var búið þá skilaði ég heimaverkefninu til Helgu og kynntum þetta fyrir bekkin. Í þessu verkefni þá gerðum við áætlanir og skýrslur og skiluðum líka til kennarans mér fannst þetta verkefni fínt og ég lærði mikið .

 

Takk fyrir mig :D


Danska

Í dönskunni erum við búin að vera læra orðarforða og hvernig við skrifum dönsku líka aðeins búin að fara út í lýsingarorð. Við höfum verið í Klar Parat bókunum eða A bog B bog og D bog. A bókin er bók sem er bara lesbók en B bókin er bók með verkefnum úr A bókinni en D bókin er vinnubók bók sem við skrifum uppköst. Við unnum líka matseðil í hópum þá bjuggum við til matseðil. Síðan gerðum við Spil og mér fannst það mjög skemmtilegt þá máttum við hanna spil og gera það á stórt blað og síðan plöstuðum við það. Öl fyrirmæli og miðar og allt sem tengdist spilinu og öllu sem við gerðum átti að vera á dönsku.


Stærðfræði

Við fórum í Hringekju í stærðfræði  á föstudögum þá skiptu við um bekki eða förum á þrjár stöðvar við lærum alltaf eitthvað nýtt í þessum tímum og var þetta mjög fjölbreytt einu sinni vorum við að lita mynstur og einu sinni ljóð  mér fannst þetta mjög fínt, tímin leið mjög hratt þrátt  fyrir að þetta voru tveir stærðfræði tímar ég lærði margt nýtt t.d að búa til allskonar mynstur og nýja tegund af ljóði, hnitarkerfið síðan vorum við í svona tveimur tímum í tölvum þá vorum við að taka tíman á því hvað við vorum fljót að reikna dæmi.  Mér fannst þetta bara fínt og ég lærði mikið.

 


Nátturufræði

Í Nátturufræði erum við búin að vera að vinna í bókinni Auðvitað sem er bók sem við gerum allskonar tilraunir og rannsóknir og svona. Síðan vorum við að læra um Líkama mannsins og þá vorum við að læra um blóðið,beinagrindina,fíkniefni og hvað það fer illa með mann, líka um kynþroskaskeiðið og margt annað. Allt þetta settum við í vinnubók. Síðan lærðum við um blóm og þurrkuðum blóm og settum í plast inn í vinnubókina og skrifuðum líka um þau. Svo núna erum við að gera um fugla og þá vinnum við í Powerpoint við erum að læra um flokka allra fugla og eru til flokkar t.d spörfuglar, vaðfuglar og margir aðrir flokkar síðan erum við líka aðeins að fræðast um eina og sér fugla.


Anna Frank

Ég var að læra um Önnu Frank en hún var gyðingur í seinni heimsstyrjöldinni. Hún skrifaði dagbók um líf sitt en hún og fjölskylda hennar þurfti að fela sig vegna þess það var verið að taka gyðinga í útrýmingabúðir. Við lásum um hana og unnum síðan vinnuhefti úr því, en síðan gerðum við myndband í photostory um líf hennar. Mér fannst þetta mjög áhugavert og hvernig hún lifði, hún var alltaf jákvæð þó að hún lifði á mjög erfiðum tímum mér fannst þetta mjög fræðandi og líka því eg vissi ekkert um hana áður en ég fór að læra um hana.

Hér sjáiði myndbandið :D

 


Hallgrímur Pétursson

Við erum búin að vera læra um Hallgrím Pétursson sem er eitt helst ljóðskáld Íslendinga á 17. öld við gerðum Powerpoint glærur um ævi hans síðan settu við mydir við það.  Hann er þekktastur fyrir Passíusálmana og Heilræðavíurnar,  hann lærði prest í Frúarkólanum og giftist Guðríði Símonardóttur þegar hún kom til Danmerkur eftir að hafa verið  í Alsír í 9 ár. Þau komu til Keflavíkur 1637 og var Guðríður þá ólétt af fyrsta barninu þeirra Eyjólfi en hann var eina barn þeirra sem varð gamall.Öll hin höfðu dáið ung eins og Steinunn.

Mér fannst þetta mjög áhugavert og frekar skemmtilegt.

 

 


Powerpoint glærur í landafræði

 

Landafræði

Ég hef verið að læra um Evrópu við erum búin að vinna í hefti og búin að hlusta á margar powerpoint glærur við unnum heimaverkefni og gerðum mörg verkefni í því t.d. skrifuðum við um 3 frægar persónur og klipptum 3 fréttir út og svo í lokinn gerðum við hefti úr öllum heimaverkefnunum. Við tókum líka nokkur lesskilningspróf og eitt próf úr Evrópu. Síðan gerðum við Powerpoint glæru show og Photo story og unnum í því. Fyrst áttum við að velja land og við fengum að velja úr nokkrum löndum sem kennarinn var búin að velja og þá valdi ég Króatíu, en svo máttum við velja frjálst og þá valdi ég Frakkland. Síðan þegar þetta var búið þá áttum við að kynna þetta fyrir bekkinn. Ég hef lært mjög mikið af þessu og veit núna miklu meira um Evrópu en áður


Næsta síða »

Höfundur

Dalmar Ingi Daðason
Dalmar Ingi Daðason
Ég heiti Dalmar ingi Daðason og er að búa til þessa síðu til að seta námið inn á.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband